This store requires javascript to be enabled for some features to work correctly.
Um Okkur
Mó Mama er íslensk netverslun fyrir börn, stofnuð af foreldrum. Okkar markmið er að bjóða þér upp á fallegar vörur á sanngjörnu verði með áherslu á hönnun og einfaldleika.
-
Við val á vörum og vörumerkjum leggjum við sérstaka áherslu á þrennt:
1) Notagildi. Við viljum að allar vörurnar okkar séu með hátt notagildi og séu endingargóðar. Það skiptir máli að varan lifi lengi til að sporna við óþarfa sóun og endurkaupum. Til þess að vörur séu með gott notagildi skiptir miklu máli að þær séu úr góðum og gæðamiklum efnum. Einnig þarf varan að vera þægileg og aðveld notkunar sem eykur notagildið dags daglega.
2) Sanngjarnt verð. Verðin okkar miða við gæði. Gæðameiri vörur eru dýrari í framleiðslu og endurspeglast það í verðinu. Við val á vörum skoðum við ítarlega hvað við getum selt vöruna á og leggjum við frekar áherslu á lægri álagningu og minni afsláttarkjör. Við viljum stunda heiðarleg viðskipti og horfum til lengri tíma en fókusum ekki á skammtíma útsölur og styðjum ekki við óþarfa neyslu.
3) Gæði & hönnun. Börnin okkar eiga skilið gæði. Vandaðar vörur sem skaða ekki viðkvæma húð og endast lengur. Gæði endurspeglast einnig í umhverfisvænni starfsemi. Þetta er eitt af okkar aðal áherslum. Við sækjumst í nútímalega, einfalda og fallega hönnun. Jarðlitir eru okkar allra mest uppáhalds.
-
Skoðaðu úrvalið hér á síðunni og ekki hika við að hafa samband ef við getum hjálpað <3