This store requires javascript to be enabled for some features to work correctly.
Fyrir hvaða aldur eru vörurnar ykkar?
Til að byrja með erum við einungis að þjónusta ungabörn. Stærðir eru því yfirleitt frá 0-3 ára. Einn daginn munum við vonandi bæta við fötum fyrir eldri.
Hvaðan koma vörurnar ykkar?
Vörurnar okkar koma annars vegar frá Suður Kóreu og hins vegar Danmörku. Við vinnum með nokkrum frábærum fyrirtækjum þar í Kóreu sem framleiða okkar uppáhalds vörumerki. Suður Kórea hefur lengi verið þekkt fyrir gæðamiklar vörur þegar kemur að barnafötum. Ekki síður hönnun og útlit. Við hreinlega urðum ástfangin af þessum fallegu vörumerkjum og sáum tækifæri í því að koma með þau til Íslands. Þannig varð Mó Mama til. Þegar leið á fengum við víðfræga vörumerkið Liewood til okkar en það er heldur betur stór viðurkenning. Liewood er eitt fremsta barnavörumerki Skandinavíu og þó víðar væri leitað.
Get ég verið viss um gæði í vörunum?
Já, það getur þú verið viss um. Vörurnar okkar frá S-Kóreu eru allar með háa gæðastaðla (LSA og KC staðlar). Vörumerkin og vörurnar eru sérvaldar af okkur og það skiptir okkur miklu máli að bjóða upp á vandaðar og endingargóðar vörur.
Eru allar vörurnar frá sama vörumerki?
Nei, við erum að vinna með nokkrum mismunandi vörumerkjum.
Hvar er pöntunin mín?
Þú færð sendan staðfestingarpóst þegar við höfum afgreitt pöntunina þína. Í staðfestingarpóstinum þínum finnur þú upplýsingar um stöðuna á pöntuninni þinni.
Get ég breytt um heimilisfang?
Já, svo lengi sem sendingin þín er ekki farin af stað. Sendu okkur tölvupóst strax á momama@momama.is - passaðu að taka fram pöntunarnúmerið þitt.
Hvað ef ég hef ekki fengið pöntunina mína?
Ef það eru liðnir 3-4 dagar þá getur þú haft samband við okkur á Facebook, Instagram eða með maili á momama@momama.is og við hjálpum þér að finna sendinguna þína.
Hvernig skila ég vöru?
Hafðu samband við okkur, annaðhvort í gegnum Instagram/Facebook eða á momama@momama.is
Get ég skilað?
Við veitum 14 daga skilafrest frá því að varan er keypt. Ekki er hægt að skila vöru sem keypt er á útsölu eða lagersölu.
Sendiði um allt land?
Já við sendum um allt land og meira að segja erlendis ef þess er óskað. Það þarf samt að hafa samband sérstaklega fyrir erlendar sendingar.
Hver er sendingarkostnaðurinn?
Það er frír sendingarkostnaður um allt land á sendingum yfir 15.000 kr. Einnig er alltaf frítt að sækja! Við mælum að sjálfsögðu með því að nýta það. Annars er sendingakostnaðurinn er mismunandi eftir þyngd pakkans. Vanalega er hann frá 900 til 1490 kr.
Hvað tekur langan tíma að fá pöntunina mína?
Það tekur okkur vanalega einn virkan dag að útbúa pöntunina þína. Eftir það fer hún á pósthúsið sem gefur sér yfirleitt 1-2 daga í afgreiðslu. Það má því áætla að vörurnar séu afhentar 3-4 dögum eftir pöntun. Það getur komið fyrir að sendingin tekur lengri tíma, sérstaklega ef um stórar útsöluhelgar er að ræða.
Hvaða greiðslumöguleika bjóðið þið uppá?
Við tökum við bæði Visa og MasterCard kortum, bæði kredit og debet. Við bjóðum einnig upp á greiðslumöguleika í gegnum Aur og Netgíró. Svo er auðvitað hægt að millifæra.
Get ég fengið endurgreitt?
Við endurgreiðum þér ef varan er gölluð og í upprunarlegu ástandi frá afhendingu og að henni sé skilað innan 14 daga frá kaupum. Ef verið er að skila vöru bjóðum við uppá inneignarnótu eða skiptum í aðra vöru. Ekki er hægt að fá endurgreitt fyrir vörur á útsölu.